Way of Parking

Að skrá í stæði og hlaða með EasyPark

EasyPark appið er einfalt en öflugt. Þú getur gert margt með því og okkur langar að sýna þér hversu auðvelt það er í notkun!

Hafist handa með EasyPark appinu

1
Download

Sæktu appið

Úr Google Play eða App Store. Það tekur bara smá stund.

2
Registration

Skráðu þig

Bættu við símanúmerinu þínu, bílnúmeri og greiðslumáta. Það er allt og sumt.

3
Start Parking

Settu í gang stöðumælinn fyrir fyrsta bílastæðið

Veldu eða leitaðu að bílastæðasvæði, svo snýrðu, smellir og af stað!

Einfalt að skrá í stæði. Snúa, smella og fara!

1
Find Parking

Finndu stæðið þitt

Veldu rétt gjaldsvæði úr kortinu eða með því að leita að svæðisnúmeri. Passaðu að rétt númer birtist á kortinu.

2
Start Parking 2

Snúðu hjólinu

Stilltu lengd bílastæðatímans með því að snúa hjólinu. Vertu viss um að allar upplýsingar séu réttar og smelltu til að hefja.

3
Stop Parking 2

Hættu eða lengdu

Snertu hjólið í virka bílastæðaskjánum þínum til að stöðva snemma. Eða snúðu hjólinu til að lengja tímann og smelltu til að staðfesta.

Ekkert mál, við stöndum með þér

Þú hefur keyrt inn á annasamt svæði og fundið frábært stæði. Þú veist að það eru bílastæðaverðir á ferðinni sem athuga hvort búið sé að greiða fyrir stæði, en hvernig vita þeir að þú hafir borgað með appi? Við stöndum með þér.

EasyPark starfar með borgum og rekstraraðilum bílastæðanna svo að fólk eins og þú, sem leggur í stæðin þeirra, geti gert það á öruggan og auðveldan hátt. Þegar þú leggur með EasyPark sendum við skilaboð í kerfin þeirra og þannig geta bílastæðaverðirnir séð að það er virk skráning í stæði fyrir bílinn þinn og þá halda þeir áfram án þess að sekta þig.

Með því að greiða fyrir skráningu í stæði bætir þú líka lífið í borginni. Með því að greiða fyrir bílastæðið gefur þú fé til borgarinnar eða rekstraraðilans, sem notað er í viðhald á bílastæðum, vegum og öðrum nauðsynlegum innviðum.


easypark parking app
Unlock parking potential

Já, þú getur lagt þar

En aðeins í ákveðinn tíma. EasyPark appið lætur þig vita þegar svæði hefur tímamörk á bílastæðum og stillir sjálfkrafa lokatímann. Þannig færðu auðveldari leið til að fylgja reglum staðbundins rekstraraðila og dregur úr hættunni á að fá sekt.


Hvernig virka aðrar lausnir okkar?

Bíltengingar

Upplifðu hámarksþægindi í bílastæðum: Greiddu fyrir bílastæði og hleðslu beint úr skjánum í bílnum þínum. Hvort sem þú notar Android Auto, Apple CarPlay eða Android Automotive, getur þú skráð bílinn í stæði með einum smelli og framlengt hann í símanum þínum ef þörf krefur. Með Android Automotive stöðvast skráningin í stæði sjálfkrafa þegar þú ekur burt. Svo einfalt er það.

Sjálfvirk myndavéla bílastæði

Ekki hafa áhyggjur af bílastæðum í bílskúrum. Með sjálfvirka myndavéla bílastæðinu byrjar og endar bílastæðatíminn sjálfkrafa þegar myndavélar bílskúrsins skrá komu þína og brottför. Þú getur einnig notað þessa þjónustu örugglega með bílaleigubílum, þar sem þú getur bætt þeim við tímabundið. Fullkomlega handfrjálst bílastæði á einfaldan máta.

Hvar get ég lagt?

on offstreet

Á bílastæðum

Á götunni - sérðu ekki skiltin? Þú getur lagt með EasyPark á öllum svæðum sem eru í boði á korti appsins.