Gerir borgir lífvænlegri
Ímyndaðu þér borg þar sem bílastæði eru alltaf laus og nálægt. Þar sem gangandi vegfarendur og ökumenn hafa greiðan aðgang að götum og bílastæðahúsum borgarinnar, umferðarteppur eru sjaldgæfar og bílastæðagjöld eru notuð til að halda borginni öruggri, hreinni og vel við haldið. Hljómar nokkuð vel, ekki satt? Þess vegna höfum við gert þetta að markmiði okkar og við getum hjálpað þér að láta þetta gerast.
Við hjálpum þér að fá sem mest út úr bílastæðanotkun
Og það gerum við með Parking Excellence
Í tvo áratugi höfum við verið í fararbroddi í að efla borgir að fullnýta möguleika sína í bílastæðamálum. Það gerum við með því að virkja stafrænt vistkerfi þar sem sveitarstjórnir, einkarekin bílastæðahús og ökumenn eiga þátt í að bæta framboð á bílastæðum. Það er gert með nýstárlegri bílastæðatækni, sérhæfðri reynslu og sérfræðiþekkingu starfsfólks okkar og skilningi á þörfum ökumanna – það er það sem Parking Excellence snýst um.
Þetta er verkfærakassinn þinn
Við höfum þróað lausnir til að hjálpa þér að ná markmiðum þínum út frá því hvar þú ert núna og hvert þig langar að fara næst. Blandaðu nokkrum eða öllum saman – allt út frá þínum þörfum.
EasyPark Insights
Vel útbúinn pakki fyrir borgina þína eða sveitarfélagið. Fáðu nákvæm gögn, greiningar og ráðgjafaþjónustu til að veita þér framkvæmanlega innsýn. Öðlastu sjálfstraust þegar þú gerir breytingar eða innleiðir bílastæðareglugerðir.
Bílastæðahús og Sjálfvirk myndavélaskráning / CameraPark
Minnkaðu umferð og virkjaðu sjálfvirkni skráninga í stæði. Þetta er snjallt, hraðvirkt og hagkvæmt fyrir þig.
Parking Dashboard
Hér fara gögnin í framkvæmd. Þú getur skoðað og stjórnað framboðinu og fengið heildarsýn á allt bílastæðavistkerfið.
Brautryðjendur í samþættari framtíð
Við stýrum þróun bílastæðalausna með Google og Apple
Þú hefur eflaust heyrt um farsímaappið okkar, sem milljónir manna nota um allan heim. Við teljum hins vegar að þægindum og nýsköpun ljúki ekki þar og þess vegna tökum við þátt í þróun upplýsinga- og afþreyingakerfa fyrir bíla, sem staðsetur sjálfvirkni í bílastæðamálum beint við hægri hönd ökumannsins. Hvort sem ökumenn tengjast með speglunarappi á Android eða Apple tækjum eða nota innlenda lausn þá erum við brautryðjendur í að bjóða upp á notendavæna og auðvelda lausn á bílastæðum beint í bílnum. Í dag eru við stolt af því að starfa með leiðandi bílaframleiðendum, en við störfum saman til að gera bílastæðamálin auðveldari fyrir alla.
20 +
löndum
3,700 +
borgum
4,000 +
rekstraraðila bílastæða
Spjöllum saman
Ertu tilbúinn að gera borgina þína lífvænlegri? Gott að heyra. Fylltu eyðublaðið út og við munum hafa samband við þig eins fljótt og við getum. ATH! Fyrir stuðningsmál, smelltu hér.