easypark icon

Hvernig eru verðin

Það skulum við segja þér. Við rukkum þjónustugjald ofan á kostnaðinn fyrir bílastæðið. Þjónustugjaldið kann að vera í formi áskriftar eða sem gjald fyrir hverja notkun. Það fer eftir vörupakkanum sem þú hefur valið.

Þjónustugjaldið gerir okkur kleift að vera áfram í fararbroddi tækninýsköpunar í samgöngumálum. Það þýðir að þú heldur áfram að fá enn betri bílastæðaupplifun, og bæði fyrirtæki og einstaklingar fá betri lausnir og þjónustu.

image

Borgaðu eftir notkun eða skráðu þig í áskrift

Ef þú færð þér áskriftarpakka (á þeim svæðum sem hann er í boði) borgar þú mánaðarlegt áskriftargjald þar sem þjónustugjaldið okkar er líka innifalið í hvert sinn sem þú leggur bílnum. Bílastæðakostnaður, ásamt viðbótarþjónustu, er rukkað sérstaklega.

Þegar þú velur að borga fyrir hverja notkun borgarðu þjónustugjald ofan á kostnaðinn í hvert sinn sem þú leggur bílnum, ásamt kostnaði fyrir hugsanlega aukaþjónustu. Þegar þú notar EasyPark appið birtist viðeigandi þjónustugjald í appinu áður en þú setur stöðumælinn af stað, það er að segja þegar þú gefur til kynna lokatíma með því að snúa hjólinu í appinu. Núgildandi staðlað þjónustugjald er 95 kr. fyrir hverja skráningu. Athugaðu að staðlað verð kann að breytast með tímanum og eftir staðsetningu eða þjónustuveitanda. Núgildandi, staðlað verð er að finna á þessari vefsíðu.

Þetta færðu

Upplifðu verðlaunaða appið okkar

Þegar þú skráir þig hjá EasyPark færðu aðgang að öllum stöðluðum eiginleikum EasyPark appsins. Þetta felur í sér að setja skráningu í stæði af stað, stöðva hana og framlengja, samþætting appsins og mælaborðsins í bílnum, viðskiptavinaþjónustu, aðgengi í öllum löndum og aðstoð við að finna bílastæði með eiginleikanum okkar FIND.

Ef þig langar að nota EasyPark þjónustuna í vinnunni bjóðum við upp á úrval áskriftarpakka fyrir fyrirtæki með mánaðarlegu áskriftargjaldi, með lægra eða engu þjónustugjaldi þegar þú leggur bílnum.

image
image

Fáðu fulla stjórn á bílastæðaútgjöldunum

Hvort sem þú leggur oft eða sjaldan

Það er ókeypis að stofna persónulegan reikning hjá EasyPark. Eins og önnur þjónustufyrirtæki tökum við þjónustugjald þegar þú velur að nota þjónustuna okkar. Ef þú leggur oft í stæði geturðu gerst áskrifandi (á þeim svæðum sem það er í boði). Síðan greiðir þú – ofan á bílastæðakostnaðinn – fast mánaðargjald fyrir þjónustuna okkar í stað gjalds í hvert sinn sem þú leggur bílnum.